Vindhögg og dauðateygjur

       Eftir atburði liðinna daga er með ólíkindum að fylgjast með síbreytilegum viðbrögðum borgarfulltrúa sjálfstæðisflokks, það fer ekki hjá því að manni detti í hug stórgripur á blóðvelli. Flestir kjósendur þessarra fulltrúa hafa væntanlega reiknað með að hópurinn setti sig inn í flest helstu mál sem á dagskrá eru, en svo er ekki að sjá. Það er öllum ljóst sem sjá vilja og heyra að Vilhjálmur hefur verið neyddur út á þá vafasömu braut að afneita allri vitneskju um mikilvæg atriði og hirðin hefur keppst um að láta líta út fyrir að allir standi með fráfarandi borgarstjóra og hópurinn sé órofa heild. Vænlegast virðist að ráðast á framsóknarmanninn og kenna honum um allt, enda hafi hann verið potturinn og pannan í ölum gjörðum og samningum í orkuveitumálinu. Það væri fróðlegt að vita hvort lykilmenn í efstu sætum lista sjálfstæðismanna eru yfirleitt sæmilega vel að sér í einhverjum málum sem skifta máli innan borgarinnar. Auðvitað hefði verið heppilegast fyrir Vilhjálm að draga sig út úr borgarstjórn meðan sæmilega stætt var, frekar en að láta draga sig í viðtöl og gera sig að hálfvita, vijandi eða óviljandi dag eftir dag. Trúlega yrði þá að fara neðarlega á listann til að finna leiðtoga sem getur setið sæmilega upplitsdjarfur og horft framan í kjósendur, nema sjálfstæðismenn í Reykjavík reikni með að ekki fyrirfinnist kjósendur sem lagt geta saman tvo og tvo, enda sé hægt að bulla dögum saman um ekki neitt og enginn beri í raun ábyrgð nema einhverjir vondir kallar í orkuveitunni, sem vísvitandi hafi platað óvitahjörðina, þannig að sumir misstu minnið en aðrir sjón og heyrn.
mbl.is Ný borgarstjórn sökuð um heigulshátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Maður las fréttina og hugsaði bara "greyin"

Halla Rut , 16.10.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband